138. löggjafarþing — 142. fundur,  16. júní 2010.

stjórnlagaþing.

152. mál
[03:44]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Sú málsmeðferð sem hér er lögð til mun hvetja til almennrar umræðu um lýðræði og almenn mannréttindi. Það er von mín að í kjölfarið verði í öllum skólum landsins unnið skipulega að því að efla umræðuhefð og þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu, gagnrýnni hugsun og skoðanaskiptum um lýðræði, réttlæti og mannréttindi, og þannig verði nemendur undirbúnir enn frekar fyrir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Ég segi já.