Umboðsmaður skuldara

Miðvikudaginn 16. júní 2010, kl. 16:59:11 (0)


138. löggjafarþing — 144. fundur,  16. júní 2010.

umboðsmaður skuldara.

562. mál
[16:59]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Við sjálfstæðismenn greiðum atkvæði með þessu máli hér í dag. Þetta mál, að búa til stofnun umboðsmanns skuldara, kom fyrst til umræðu í vinnu félagsmálanefndar síðastliðinn vetur, í október, og hefur verið í skoðun síðan. Þetta mál þarf engu að síður aðeins meiri skoðunar við í samræmi og í heildarpakkanum varðandi leiðir og lausnir fyrir skuldavanda þeirra heimila sem verst eru stödd og munum við vinna áfram af fullum heilindum að því að gera þessi úrræði þannig úr garði að þau haldi og framkvæmdin sé öll lipur.

Engu að síður er enn verk að vinna við að forða því að fleiri einstaklingar og heimili þurfi á þessum úrræðum að halda. Ég vil hvetja þingheim allan til þess að hafa það hugfast nú þegar lítur út fyrir að nokkrir dagar séu í frí.