138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota.

672. mál
[16:45]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér erum við að taka til atkvæða mikilvægt mál sem hefur tekið miklum breytingum í vinnslu nefndarinnar, og það er vel. Það er orðið ágætt og það hefur þann eiginleika að það eru um 1.000–1.500 fjölskyldur sem hugsanlega geta nýtt sér þennan möguleika. Þetta er vísir að úrræði sem getur einmitt haft það í för með sér að það verði færri sem þurfi á ítarlegri greiðsluerfiðleikaúrræðum að halda og það er vel. Hins vegar ítreka ég það sem kom fram í máli mínu áðan, við erum ekki búin og ég hvet enn og aftur þingmenn hér inni til að íhuga hvort ekki sé rétt að setjast í sameiningu yfir það að skoða almennar aðgerðir til handa heimilunum. Ég styð þetta mál.