138. löggjafarþing — 147. fundur,  24. júní 2010.

tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota.

672. mál
[16:46]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er aftur lagt til að einfalda umsóknina þannig að eingöngu þarf að gefa upp nafn skuldara og kennitölu og þær tvær fasteignir sem beiðnin varðar. Þetta er náttúrlega í anda einfaldara Íslands sem sumir hafa lagt áherslu á, að það sé um að gera að gera landið eins einfalt fyrir borgarana en það sést því miður á töflunni hvaða afstöðu þingmenn hafa til þess.