Útlendingar

Miðvikudaginn 08. september 2010, kl. 14:12:52 (0)


138. löggjafarþing — 153. fundur,  8. sept. 2010.

útlendingar.

507. mál
[14:12]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Við greiðum hér atkvæði um verulegar réttarbætur á einu af þeim sviðum þar sem við höfum kannski ekki getað borið höfuðið hátt á þessu landi undanfarna áratugi. Réttarbæturnar eru bæði af evrópskum toga og innlendum og ég held að við getum verið stolt af því sem við erum nú að gera. Það er nokkuð kyndugt að verða fyrir öllum þessum þökkum hér úr ræðustól og reyndar óvenjulegt fyrir mig, en ég vil þakka á móti.

Nefndin hefur staðið sig mjög vel í þessu máli, formaður hennar er röggsamur sem og allir nefndarmenn, nefndarritarinn og þeir sem að málinu hafa komið. Ég tel að þegar litið verður yfir þingið nú, jafnvel það mikla mál sem við eigum nú fram undan, verði þessi lög, ef samþykkt verða, talin eitt af (Forseti hringir.) því merkasta sem það hefur gert.