IPA-styrkir frá Evrópusambandinu

Fimmtudaginn 09. september 2010, kl. 11:03:02 (0)


138. löggjafarþing — 154. fundur,  9. sept. 2010.

IPA-styrkir frá Evrópusambandinu.

[11:03]
Horfa

Anna Margrét Guðjónsdóttir (Sf):

Frú forseti. Í framhaldi af svari ráðherra hef ég mjög miklar áhyggjur af því að hvorki ráðuneytið né Bændasamtökin ætli að aðstoða bændur og leggja þeim lið í því að nýta þá þekkingu sem okkur býðst til að byggja upp og þau sambönd sem okkur mun bjóðast að koma á á þessu tímabili. Mér finnst það verulegt áhyggjuefni ef ráðuneytið og ráðherra og samtökin ætla að halda bændum frá því að kynnast því hver er hin raunverulega landbúnaðar- og dreifbýlis- og atvinnustefna Evrópusambandsins. Ég spyr ráðherra því öðru sinni: Hvernig ætlar hann að sjá til þess að íslenskir bændur standi jafnfætis öðrum bændum í Evrópusambandinu ef til aðildar kemur?