138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[14:31]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég tel ekki, svo ég svari spurningu hans, að neinn þingmaður eða stjórnmálamaður hafi vitað af hruninu fyrir fram. Það sem við fjöllum hins vegar um í okkar skýrslu og það er mín persónulega skoðun er að það er gagnrýnivert hversu illa var staðið að viðbúnaði, hversu illa var staðið að mati á greiningu á þeirri áhættu sem var fyrir séð. Við vitum að fjölmargir aðilar höfðu upplýsingar um að hættuástand var fram undan. Í febrúar var mönnum gert ljóst að bankarnir hefðu lausafé til níu mánaða, til október. Það gekk eftir. Hins vegar kemur skýrt fram í niðurstöðum rannsóknarnefndarinnar og við drögum það fram í okkar skýrslu að það sem er ámælisvert er skorturinn á viðbúnaði.