138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[15:32]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Takk fyrir að endurtaka þá spurningu, hún gleymdist. Ég held einmitt að það gæti verið skynsamleg leið til þess m.a. að sýna vinnuna hér á Alþingi í öðru ljósi og opna þá umræðu sem þarf að vera um uppbygginguna sem við verðum að fara í, ég held að við séum öll sammála um það. Ég held að við getum líka orðið sammála um að það var svo margt sem fór aflaga og þarf að bæta að okkur er ekki til setunnar boðið. Því fleiri sem koma að því máli því betra. Ef þjóðin er með okkur í því í gegnum slíka opna umræðu held ég að við höfum annars vegar fengið aðhald, sem er fólgið í því, og hins vegar að stjórnsýslan verði opnari og þá vonandi betri.