Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 11:51:19 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:51]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þarf eiginlega ekki að svara spurningunni vegna þess að hv. þingmaður gerði það sjálfur í andsvari sínu þar sem hún fór með nákvæmlega sömu rulluna og hún hafði uppi í viðtali við Pressuna og stóð á Facebook-síðu hennar. Um það þarf ekki frekar vitnanna við.

Ég ætla mér hins vegar að halda mig við lögin í þessu landi og í þessu máli verður eingöngu byggt á þeim og hvort talið sé að þeir ráðherrar sem hér um ræðir hafi sýnt af sér refsiverða háttsemi og eigi því að hljóta fangelsisdóm. Um það snýst þetta mál. Það snýst ekki um hugmyndafræði, þó að hv. þm. Lilja Mósesdóttir vilji endilega láta það snúast um það. (LMós: Þetta er algerlega rangt.)