Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 12:03:20 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[12:03]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Róbert Spanó skrifar ítarlega fræðigrein um að hann hafi efasemdir um að a-liður 10. gr. ráðherraábyrgðarinnar standist kröfur um skýrleika. Hann tekur hins vegar fram að b-liður standist þær fullkomlega. (Gripið fram í.) Hann kom á fund nefndarinnar og staðfesti það ásamt öðrum fræðimönnum þannig að hv. þingmaður alhæfir í ræðu sinni um þetta mál.

Það er líka spurt: Hvað átti að gera? Það get ég sagt: Ekki gera ekki neitt.

Hinn 7. febrúar var þremur ráðherrum sagt á fundi með seðlabankastjóra að bankarnir ættu níu mánuði ólifaða. Hvernig hefði verið að skipa bönkunum tilsjónarmenn þá og koma í veg fyrir að eigendur bankanna tækju verulegt fé út í láni sumarið 2008 eða peningamarkaðsreikningarnir hryndu? (Gripið fram í.) Hvernig var það? Var ekki hægt að fara í að stoppa að Icesave í Hollandi yrði opnað eftir að ríkisstjórnin (Forseti hringir.) gaf loforð um aðgerðir sem hún efndi ekki, gerði ekki neitt út af 15. maí-yfirlýsingunni?