Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 14:16:47 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Ég hef hreinlega ekki hugleitt það en það væri ákaflega fróðlegt að heyra hvað Sjálfstæðisflokknum finnst um það. Mér þætti bara vænt um að heyra það því að þessi spurning hefur fram komið oftar og það er greinilegt að þið hafið einhverjar ákveðnar skoðanir á því. (Gripið fram í.) En mig langar þá að spyrja hv. þingmann: Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að axla ábyrgð og þeir sem hafa ekki viljað kæra eða leggja til landsdóm, hvernig ætla þeir að axla ábyrgð á því ef svo vill til að landsdómur kemst að niðurstöðu um að þetta (Gripið fram í.) ágæta fólk er sekt?