Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 14:27:37 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:27]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég er svona værukær í dag og það er einfaldlega út af værukærðinni sem ég finn hjá hv. þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Þetta er svona mótleikur minn við værukærð ykkar og klækjapólitík.

Varðandi hvort þetta hafi komið til tals eða hvort ég hafi hugleitt þetta þá fór þingmannanefndin rækilega í gegnum það hvort ástæða væri eða í raun og veru ekki bara ástæða heldur nægilega sterkur lagalegur grunnur til að ákæra fleiri ráðherra. Það var talið að ef við tækjum alla ráðherrana mundi það veikja heildarmyndina eða ég hef nú ekki rétta orðið yfir þetta. (PHB: … ríkisstjórnina?) Nei, alls ekki, þetta snýst ekki um svoleiðis pólitík, Pétur H. Blöndal. Þetta er oddvitaræði sem við erum að kljást við sem hv. þingmaður hefur stutt um langa hríð.