Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 14:30:15 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:30]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Það má svo sem kalla hlutina hverju því nafni sem fólk kýs að kalla þá. En ástæðan fyrir því að ekki voru taldar nægilega sterkar ástæður til að kæra alla ráðherrana fólst aðallega í verksviði þeirra. Verksvið bankamálaráðherrans og fjármálaráðherrans féll auðvitað undir það sem við erum að fjalla um, hrun bankakerfisins, og utanríkisráðherra tók sér völd sem henni bar ekki að taka.