Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 14:59:44 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það kemur einmitt fram hjá nokkrum af þessum sérfræðingum að það þurfi að afla frumgagna, hvaða gögn það voru sem rannsóknarnefnd Alþingis byggði á. Það var ekki gert. (Gripið fram í.) Það var ekki yfirheyrt o.s.frv. Það sem hv. þingmaður ætlar að gera er að skjóta fyrst og spyrja svo. Hann ætlar að ákæra fyrst og svo ætlar hann að fara að rannsaka hvort einhver fótur sé fyrir þessari ákæru. Þetta er í andstöðu við þróun mannréttinda undanfarna áratugi og sýnir hvað lögin um þennan dómstól eru fornfáleg. Þau fá ekki staðist vegna þess að það á að rannsaka fyrst og ákæra svo. Réttarhaldið á að vera réttlátt og sanngjarnt og óhlutdrægt. Þeir sem ákæra hérna eru fyrrverandi vinir og fjendur viðkomandi sakborninga.