Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 15:04:36 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:04]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég vil þó halda því fram og koma þeirri skoðun minni á framfæri að ég teldi að það væri mjög óeðlilegt ef ákæran yrði þrengd vegna þess að við erum væntanlega að kasta út eins víðu neti Alþingis og mögulegt er til að reyna að fá einhvern fisk í það, ef svo fer að þingsályktunartillagan verður samþykkt. Ég tel því að ekki sé fær leið, sem sumir hv. þingmenn hafa bent á í fjölmiðlaumræðunni undanfarna daga, að reyna að þrengja ákæruna eftir á.