Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 15:05:30 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:05]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið.

Ég tel að þingsályktunartillagan sé ekki þannig upp sett að verið sé að kasta út víðu neti. Þeir sem unnu að tillögunni unnu þvert á móti á hinn veginn. Það sem kemur fram í þingsályktunartillögunni og greinargerðinni er lagt fram að vel ígrunduðu máli og er talið uppfylla réttarfarsleg lagaskilyrði varðandi mögulegt saknæmi yfir 51%.