Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 17:05:35 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:05]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir ræðu hennar en nokkur atriði í henni vekja óneitanlega upp spurningar af minni hálfu. Í fyrsta lagi tel ég að yfirferð hæstv. forsætisráðherra á málsmeðferðinni og lagaumgjörðinni sem er í gildi séu atriði sem hefðu þurft að koma fram, ekki síst þegar við gerðum breytingar á lögunum og settum þingmannanefndina á laggirnar, þó að forsætisráðherra hafi sagt að hún hafi oft haldið þessum skoðunum sínum fram. Ég hlýt að spyrja mig að því hvort hæstv. forsætisráðherra hafi ekki stutt það að þingmannanefndin fengi nákvæmlega þetta verkefni miðað við lagaumgjörðina sem er í gildi og var í gildi og hvort forsætisráðherra telji að við hefðum hugsanlega átt að setja afturvirk lög á þeim tíma. Ég get ekki betur heyrt en að í orðum hæstv. forsætisráðherra felist visst vantraust á störfum þingmannanefndarinnar.