Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 20. september 2010, kl. 17:16:59 (0)


138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:16]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er enn fremur ákært fyrir aðgerðaleysi, að menn hafi ekki gert nóg. Getur hæstv. forsætisráðherra sem sat í þessari ríkisstjórn upplýst mig um það hvort menn hafi þá ekki gert neitt? Var ekki neitt verið að gera fyrst þeir eru ákærðir fyrir aðgerðaleysi? Eða brugðust þeir rangt við?

Var einhverjum kunnugt um það, fyrir hrun, í hæstv. ríkisstjórn að það yrði hrun? Ég veit ekki til þess að nokkur maður hafi hvíslað því að mér nokkurn tíma og mér datt það ekki einu sinni í hug daginn fyrir fall Kaupþings að það mundi falla. Það voru fleiri á Alþingi sem vissu það ekki heldur. Nú vitum við það og það er mikill munur á því.

Það er gerð krafa um aukin mannréttindi og annað slíkt og að dómsmál og réttarhöld séu sanngjörn og því spyr ég hæstv. ráðherra: Eru það sanngjörn réttarhöld þegar vinir, eða jafnvel óvinir, eru að ákæra ráðherra?