Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 21. september 2010, kl. 15:41:35 (0)


138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:41]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstvirtur forseti. Mig langar að beina annarri spurningu til hæstv. ráðherra sem situr í ríkisstjórn og er væntanlega aðili að stjórnarsáttmálanum sem fyrir liggur.

Það kom fram fyrr í dag að hv. þm. Atli Gíslason vill nýjar kosningar ef þingið axlar ekki ábyrgð sína og dragi ekki til ábyrgðar þá sem sýndu vanrækslu í aðdraganda hrunsins. Hingað til hefur verið rætt um að hver þingmaður eigi að taka ákvörðun á grundvelli eigin sannfæringa. Nú er hótað ríkisstjórnarslitum og kosningum ef fólk fellst ekki á þessa tillögu. Fólst það í sáttmála ríkisstjórnarflokkanna að leggja fram þessar ákærur og var það forsenda fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu? Það er þannig sem yfirlýsingin hljómar.