Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 21. september 2010, kl. 15:42:32 (0)


138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:42]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að efnt var til rannsóknarskýrslunnar með þverpólitískum hætti í þinginu með aðkomu allra flokka og sama var gert með þingmannanefndina. Auðvitað er það hvorki flokkspólitískt mál né ríkisstjórnarmál. Ég held að það sé mikilvægt að við tökum þessa ákvörðun af ábyrgð. Þetta eru tvö mál; það fyrra er hvort í tilviki þessara einstaklinga séu meiri líkur á sekt eða sýknu. Hitt er hvaða ályktanir um afleiðingar drögum við af hruninu og hvernig bregðumst við við þeim.

Það er ekki þar með sagt að þó fólk komist að niðurstöðu að ekki séu meiri líkur á sekt en sýknu eða að fólk komist að þeirri niðurstöðu að enginn beri ábyrgð á hruninu. Það er tvennt ólíkt hvort um er að ræða saknæman refsiverðan verknað af hálfu einstaklinga eða hvort enginn beri ábyrgð. Það bera vissulega margir ábyrgð á þessu hruni og við skulum ræða það.