Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 21. september 2010, kl. 15:57:19 (0)


138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:57]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kann að vera rétt sem hv. þingmaður les hér upp, ég er ekki með það fyrir framan mig. En hitt er alveg ljóst að þáverandi formaður Framsóknarflokksins sagði í þessari umræðu 2. september 2008 að lækka ætti vexti tafarlaust og hann sagði líka að það ætti að horfa til þess að endurgreiða kostnað vegna t.d. álaga á eldsneyti og virðisaukaskatt til fólks. Hann var að tala fyrir skattalækkunum og hann var að tala fyrir þensluhvetjandi aðgerðum á þessum tíma. (Gripið fram í.) Það er bara staðreyndin.