Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 21. september 2010, kl. 16:17:23 (0)


138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:17]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fluttu ítrekað á árunum 2003, að ég megi segja, til 2007 þingmál sem vöktu athygli á þeirri alvarlegu stöðu sem uppi var í íslensku efnahagslífi og þjóðarbúi. Þeir lögðu til margvíslegar aðgerðir til þess að draga úr hættunni að illa færi. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs gerðu sér grein fyrir því að staðan var grafalvarleg og töldu mikilvægt að gripið yrði til ráðstafana til þess að ekki færi illa. Það er ekki hægt að kvarta yfir því að málatilbúnaður hafi ekki verið hafður uppi af hálfu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Ef minnsti vafi er á sekt, spyr hv. þingmaður. Það kemur fram í máli mínu að menn hljóta ávallt að meta hvort meiri líkur en minni séu á sekt og þá beri að höfða mál. Það er mín afstaða í þessu máli. (Forseti hringir.) Öðrum spurningum verð ég að svara síðar, hv. þingmaður.