Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 21. september 2010, kl. 17:28:22 (0)


138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

707. mál
[17:28]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Samkvæmt 2. mgr. 55. gr. þingskapa er forseta heimilt að rýmka ræðutíma um þingmál ef mál er umfangsmikið og mikilvægt. Að höfðu samráði við fulltrúa þingflokka hefur forseti útbúið tillögu um hvernig umræðu skuli háttað. Tilhögun umræðunnar verður þannig: Flutningsmaður og fyrsti ræðumaður hvers þingflokks hefur allt að 20 mínútum í fyrra sinn og 10 mínútum í seinna sinn. Aðrir þingmenn, þar með taldir ráðherrar og aðrir úr þingmannanefndinni, hafa 15 mínútur í fyrra sinn og fimm mínútur í seinna sinn.