Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 21. september 2010, kl. 18:01:17 (0)


138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

707. mál
[18:01]
Horfa

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Ég ætla að byrja á að þakka framsögumanni þingsályktunartillögunnar, Magnúsi Orra Schram, og Oddnýju G. Harðardóttur fyrir samstarfið í nefndinni og þakka hv. þm. Magnúsi Orra Schram fyrir góða framsögu. Ég hef þegar tjáð mig um efnisatriði í fyrri ræðu minni varðandi fyrri þingsályktunartillöguna sem var til umfjöllunar. Þáttur þessara fjögurra fyrrverandi ráðherra kom auðvitað til umræðu í nefndinni. Hv. þm. Magnús Orri Schram bendir á, sem eru svo sannarlega málsbætur, að almenna reglan er sú að málsbætur komi til skoðunar við hugsanlega refsiákvörðun en ekki efnislegt mat á því hvort eigi að fara af stað með ákæru eða ekki, hvort það sem fram er komið sé nægilegt eða líklegt til sakfelli í skilningi laganna.

Að öðru leyti, frú forseti, vísa ég í ræðu mína við hina fyrri þingsályktunartillögu þar sem ég gerði ítarlega grein fyrir sjónarmiðum þeirra fimm hv. þingmanna sem standa að tillögu um ákæru á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum.