Málshöfðun gegn ráðherrum

Miðvikudaginn 22. september 2010, kl. 10:39:28 (0)


138. löggjafarþing — 165. fundur,  22. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:39]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér koma til atkvæðagreiðslu tvær tillögur um í hvaða nefnd málið eigi að fara. Ég hef farið yfir þetta og sé engin málefnaleg rök fyrir því að málið eigi að fara til allsherjarnefndar. Hér hafa verið notuð orð eins og réttlátt, eðlilegt og til að skapa vandaðri vinnubrögð — en hvernig? Hvaða tæki og tól hefur sú nefnd til að bæta þau vönduðu störf sem þingmannanefndin hefur unnið hingað til? Ég tel, og það skiptir engu máli um hvaða nefnd er að ræða, að ef menn kippa máli úr höndum einnar nefndar til að setja það í aðra nefnd felist í því vantraustsyfirlýsing á fyrri nefndina. Ég segi já við því að tillögurnar fari aftur til þingmannanefndarinnar.