Málshöfðun gegn ráðherrum

Miðvikudaginn 22. september 2010, kl. 10:45:20 (0)


138. löggjafarþing — 165. fundur,  22. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:45]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Frú forseti. Samkvæmt þingsköpum og þinghefðum er meginreglan sú sem unnið hefur verið eftir á Alþingi að mál gangi til fastanefnda þingsins en ekki til sérnefnda. Það er það sem við sem viljum fella þessa tillögu leggjum til, þ.e. að málið gangi til allsherjarnefndar. Í því — og ég ítreka það — felst ekki neitt vantraust á þá nefndarmenn sem sitja í þingmannanefndinni. Ég tel hins vegar eðlilegt að fleiri þingmenn en þeir sem þar sitja fái tækifæri til þess að fjalla efnislega um þetta mikilvæga mál sem hér er til umfjöllunar. Það er sjálfsagt og eðlilegt að það sé gert, en að það séu ekki einungis þeir þingmenn sem flytja þessar tillögur sem fái tækifæri til að fjalla um eigin verk þegar það er ljóst að þeir eru nú þegar búnir að segja sinn hlut. (Forseti hringir.) Ég segi nei.