138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[10:58]
Horfa

Frsm. þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Eflaust eru fjölmörg atriði sem nefndin hefði kosið að taka á og ræddi en henni gafst ekki til þess tími. Það er bara þannig. Við áttum að fá rannsóknarnefndarskýrsluna í hendur 8. febrúar, það dróst til 12. apríl. Ég lít eiginlega á það sem kraftaverk eða réttara sagt mikið hrós fyrir nefndina að henni skyldi takast þó þetta á þeim stutta tíma sem nefndinni var markaður.