138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[11:02]
Horfa

Frsm. þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér þykir miður að hv. þm. Pétur H. Blöndal tali um niðurstöðu þingmannanefndarinnar sem loðmullu. (PHB: … þingsályktunina.) Já, sem loðmullu. (Gripið fram í.) Það er tekið gríðarlega fast til orða, það er kveðinn upp áfellisdómur yfir fjölmörgum hlutum. Við erum með sérstakan lið í þingsályktuninni um hvatningu um lagabreytingar á öðrum sviðum, þannig að skýrsla þingmannanefndarinnar er harður áfellisdómur á mjög marga kanta. Ég bið hv. þingmenn um að lesa vel og vandlega meginniðurstöðurnar fremst í skýrslunni og fleira til að sjá það. Þetta er ekki loðmulla, hv. þingmaður, þetta er það alls ekki.

Öllum tillögum hafnað, var það orðað, en það er bara ekki rétt. Við tökum undir nauðsyn þess að fram fari rannsókn, t.d. á matsfyrirtækjunum. Við teljum hins vegar að það eigi að leggja slíka tillögu fram á komandi þingi og óskum eftir því.