Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 27. september 2010, kl. 14:23:16 (0)


138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:23]
Horfa

Frsm. meiri hluta þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef farið ítarlega yfir það í ræðum mínum um þessa þingsályktanir að það að gera ekki neitt hafi verið alvarlegustu mistökin. Ekki gera ekki neitt. Ég benti á það í ræðu minni hvað hefði verið hægt að gera til að takmarka tjónið mjög verulega. Ég talaði m.a. um tilsjónarmann, ég nefndi það að Icesave-reikningarnir voru stofnaðir eftir 15. maí og ég nefndi fjölmörg atriði í þessu samhengi sem hefði verið hægt að grípa til á grundvelli gildandi lagafyrirmæla.