Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 27. september 2010, kl. 16:10:28 (0)


138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:10]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var skrýtið svar. Ég spurði um hæstv. forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, hún vissi af þessum fundi líka. Hún þurfti að víkja af fundi og hæstv. fyrrverandi utanríkisráðherra segist hafa skrifað undir fyrir hennar hönd. (Gripið fram í.) Ég er heldur ekki sáttur við að það sé farið að ræða hér eitthvert oddvitaræði — er það saknæmt, oddvitaræðið? Ég veit ekki betur en að það hafi einmitt verið nefnt í skýrslunni að reglur skorti um oddvitaræði. Hvar í lögum stendur að oddvitaræðið hafi verið saknæmt þó að við séum öll á móti því? Er hv. þingmaður að segja að vegna þess að hæstv. fyrrverandi utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún, sem hún heldur fram að hafi gripið inn á verksvið annars ráðherra, sé við það saknæm? Er þá ekki ýmislegt fleira saknæmt í þessu þjóðfélagi sem hv. nefnd þyrfti að skoða?