Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 27. september 2010, kl. 16:20:10 (0)


138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:20]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og við fyrri umræðu vekur það mesta furðu í málflutningi hv. þm. Oddnýjar Harðardóttur og eins í þeim pappírum sem hv. þm. Magnús Orri Schram skrifar undir að þau skuli telja að af þessum fjórum ráðherrum sé ekki ástæða til að ákæra hæstv. viðskiptaráðherra en alla hina vegna mála sem ótvírætt heyra undir málefnasvið viðskiptaráðherrans. Þá vil ég spyrja hv. þm. Oddnýju Harðardóttur: Ef á annað borð er tilefni til þess að ákæra ráðherra vegna aðdraganda bankahrunsins og krefjast refsingar yfir þeim, hvað þá með viðskiptaráðherrann í ljósi þess að hann hafi vanrækt frumkvæðisskyldu sína til að afla sér upplýsinga og leggja sjálfstætt mat á vandann í stað þess (Forseti hringir.) að bíða bara alltaf eftir að einhver segi honum hvað sé að gerast?