Málshöfðun gegn ráðherrum

Mánudaginn 27. september 2010, kl. 16:23:41 (0)


138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:23]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég veit ekki hverju ég á að bæta við ræður mínar og röksemdir fyrir því að ekki beri að ákæra fyrrverandi viðskiptaráðherra. Staðreyndin er bara sú að fyrrverandi utanríkisráðherra, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra bjuggu yfir upplýsingum sem gáfu það ótvírætt til kynna að stórfelld hætta stafaði fyrir íslenskt efnahagslíf sem fyrrverandi viðskiptaráðherra hafði ekki á þessum tíma. Og ef hann hefði haft þær (Gripið fram í.) hefði kannski verið hægt að segja að hann hefði átt að bregðast við þeim upplýsingum en þar sem hann hafði þær ekki gat hann hugsað sér að hann hefði lengri tíma til að vinna í þessum vandamálum sem öllum voru kunn en hann hafði ekki vitneskju um, t.d. áhlaupið á Icesave-reikningana og hann hafði ekki vitneskju um yfirlýsinguna margumtöluðu.