Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 11:01:06 (0)


138. löggjafarþing — 168. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:01]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er náttúrlega algerlega fráleitur málflutningur. Við erum að tala um stjórnmálamenn, við erum að tala um lög um ráðherraábyrgð, við erum að tala um landsdóm sem eru sérlög (Gripið fram í.) til að draga ráðherra til pólitískrar ábyrgðar. Ef þetta sama fólk sæti hér inni væri væntanlega verið að flytja vantrauststillögu á það. Það er pólitísk tillaga og menn geta ekki vikið sér undan því að taka pólitíska ábyrgð á þeirri atkvæðagreiðslu og afstöðu sinni hér inni og hangið í lagabókstafnum eins og hefðin hefur verið á Íslandi í aldanna rás. Hvert fór þá búsáhaldabyltingin ef lagatæknin er búin að taka yfir hjá hv. þm. Þráni Bertelssyni. (ÞrB: Hvernig tekur þú ábyrgð?)