Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 11:15:29 (0)


138. löggjafarþing — 168. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:15]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú veit ég ekki hvort við hv. þm. Mörður Árnason höfum verið að lesa alveg sömu gögnin en í rannsóknarskýrslunni stendur, þeirri sem mjög hefur verið rómuð í umræðunni hér undanfarin missiri, að eftir árið 2006 hefði í raun mátt einu gilda hvað gert hefði verið, bankarnir hefðu fallið. Það er einnig skoðun núverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins að bankarnir hefðu hrunið þó að ekki hefði komið til lausafjárkreppa á alþjóðavísu vegna þess að meinið bjó innra með bönkunum. En gott og vel. Ég get alveg tekið undir það í máli hv. þingmanns að samráðshópur Fjármálaeftirlits, Seðlabanka, fjármálaráðuneytis, forsætisráðuneytis og viðskiptaráðuneytis sem í sátu m.a. ráðuneytisstjórar þessara ráðuneyta hefði átt að duga betur en hann gerði. Hann dugði ekki. Það er algerlega skýrt eftir lestur skýrslunnar. (Forseti hringir.) Hann dugði ekki.