Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 12:22:25 (0)


138. löggjafarþing — 168. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[12:22]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég svara fyrir það sem ég hef sagt. Þau ummæli sem hv. þingmaður rakti í upphafi andsvars síns eru ekki frá mér komin. Ég er algerlega ósammála þingmanninum um það að ef Alþingi tekur ákvörðun um að höfða mál á hendur ráðherrum sé Alþingi þar með að dæma þá seka. (Gripið fram í.) Þannig gengur þetta ekki fyrir sig. Það eru sérstök ákvæði um það í lögum um landsdóm og ráðherraábyrgð hvernig málsmeðferðin er. Hún er að sönnu að vissu leyti frábrugðin því sem almennt gildir í réttarfari hér á landi en hún er eins og hún er í þeim lögum. Þess vegna er það mín skoðun og ég ætla að fá að hafa hana að ef Alþingi ákveður að höfða mál á hendur ráðherrum þá felist ekki í því dómur. Það er landsdómur sem dæmir slík mál. Það er hann sem á að fara í gegnum öll gögn málsins. Þar fara fram yfirheyrslur, gagnályktanir, (Forseti hringir.) málflutningur o.s.frv. en ekki (Forseti hringir.) í þingsal.