Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 16:15:36 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:15]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við göngum bráðlega til atkvæða um hvort höfðað verði mál gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Mikið hefur verið rætt um þessi lög, hversu gölluð þau eru. Við skulum horfast í augu við að þessi lög eru í gildi. Okkur ber, öllum 63, að fara eftir okkar samvisku í þessu máli. Ég hef kynnt mér öll þau gögn sem legið hafa í trúnaðarbókum þingsins og ég hef mótað mér afstöðu, líka á þeim grundvelli sem við framsóknarmenn höfum talað fyrir allan tímann í þessu máli, að hér sé ekki um þingflokkspólitískt mál að ræða, heldur verði hér hver og einn að gera upp við samvisku sína hvernig hann greiðir atkvæði í dag. Vissulega er það ekki auðvelt, en til þess erum við kjörin hér á Alþingi og það ætla ég mér að gera á eftir.