Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 16:18:39 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:18]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið munu þingmenn Framsóknarflokksins taka afstöðu til þessara tillagna eins og þeim ber samviska og skylda til. Öðruvísi getur það hreinlega ekki verið. Niðurstaða hvers og eins segir því ekkert til um skoðun hans eða flokksins á þætti stjórnmálanna á efnahagshruninu eða viðbrögðum við því þá eða í dag, það þarf ekki að tengja þetta saman.

Ég hvet alla til þess að virða niðurstöðu hvers og eins, virða þá niðurstöðu sem kemur út úr þessari atkvæðagreiðslu, hvort sem menn greiða atkvæði með eða á móti.