Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 16:19:34 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:19]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við munum nú greiða atkvæði um hvort kæra eigi Geir H. Haarde, Árna M. Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðsson fyrir embættisbrot í störfum þeirra sem ráðherra. Ég er einn af flutningsmönnum þingsályktunartillögunnar og að baki þeirri ákvörðun liggur sannfæring mín að málsmeðferðin uppfylli mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Að baki þeirri ákvörðun liggur líka sú sannfæring mín að viðkomandi ráðherrar hafi brotið tvö ákvæði laga um ráðherraábyrgð sem varða brot á stjórnarskránni og góðri ráðsmennsku. Brotin ógnuðu heill ríkisins, þau ógnuðu heill almennings og þau ógnuðu þingræðinu og lýðræðinu í landinu. Valdi verður að fylgja ábyrgð. Því mun ég segja já.