Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 16:26:05 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:26]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Með lögum skal land byggja. Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum. Alþingi Íslendinga er falið það hlutverk samkvæmt stjórnarskrá landsins að meta hvort lög um ráðherraábyrgð hafi verið brotin. Landsdómur fer með og dæmir þau mál er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisfærslum þeirra. Hér liggur fyrir þingsályktunartillaga um málshöfðun gegn fjórum ráðherrum vegna brota í embættisrekstri þeirra í aðdraganda hrunsins 2008. Tillagan felur í sér ítarlegan rökstuðning. Réttarfarsskilyrðum og refsiskilyrðum er fullnægt. Nægar líkur benda til sakfellis. Nú reynir á kjark og siðferðisþrek alþingismanna til að taka efnislega ákvörðun og sjálfstæð rannsókn og sönnunarfærsla fara fram fyrir landsdómi. Í mínum huga er enginn efi á að mál viðkomandi ráðherra eigi að rannsaka fyrir landsdómi og þar eigi að fara fram endanlegt uppgjör á efnahagshruninu sem áhrif hefur á afkomu þjóðarinnar til ókominna ára. Ég segi því já.