Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 16:30:43 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:30]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Þær tillögur sem við ræðum hér eru tilkomnar eftir mikla og vandaða vinnu þingmannanefndarinnar. Því hefur verið haldið fram að þar hafi að einhverju leyti flokkspólitík ráðið för. Þeir þingmenn úr þingflokki Framsóknarflokksins sem sæti áttu í nefndinni hafa gert ítarlega grein fyrir afstöðu sinni og rökstutt mál sitt vel. Ég er sannfærður um að þau komist að niðurstöðu eingöngu út frá sannfæringu sinni um hvað væri óhjákvæmileg lagaleg niðurstaða. Það verður þó að viðurkennast að í framhaldinu og allri umræðu um þetta mál hefur pólitík blandast verulega í það og kannski óhjákvæmilega. Það vekur upp ýmsar spurningar, m.a. spurningar um jafnræði t.d. er lýtur að þeirri ríkisstjórn sem nú situr og hefur að mínu mati brotið af sér ekki síður en sú ríkisstjórn sem á undan fór. Hins vegar er aðstaðan til þess að láta núverandi ríkisstjórn svara til saka allt önnur. Einnig hef ég efasemdir um að málið nægi til sakfellingar fyrir landsdómi. Ég segi því nei.