Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 16:36:21 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er um gríðarstórt mál að ræða þar sem niðurstaðan byggir m.a. á mati hvers og eins þingmanns, mati á líkum á sakfellingu fyrir landsdómi. Á endanum snýst því matið um ákvörðunina og ákvörðunin um hvort meiri líkur eða minni eru taldar á að sakfellt verði fyrir landsdómi. Frú forseti. Mitt mat er að meiri líkur en minni séu á því að landsdómur muni ekki sakfella þessa einstaklinga. Því tel ég mér ekki fært að samþykkja þessar tillögur og segi því nei.