Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 16:49:28 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við ræðum hérna ákæru á hendur Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, sem hafði með fjármál að gera en ekki þau mál sem bankarnir heyrðu undir, sem var aðalástæðan fyrir fallinu. Ákærurnar eru mjög loðnar. Menn áttu að gera þetta og menn áttu að gera hitt og Árni M. Mathiesen hefur ekki fengið stöðu sakaðs manns. Hann hefur ekki fengið að hafa verjanda. Málið hefur ekki verið rannsakað. Þetta eru jafnóréttlát réttarhöld og ákæra eins og hugsast getur. Þetta eru pólitísk réttarhöld eins og maður sér á atkvæðagreiðslunni. Atkvæðin falla eftir flokkum. Það er athyglisvert að enginn Vinstri grænna hefur efasemdir um sektina. Það er mjög athyglisvert. Ég get því ekki fallist á þá ákæru að kæra Árna M. Mathiesen fyrir glæp. Ég segi nei.