Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 16:57:17 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:57]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við ræðum hér tillögu til ákæru á hendur hv. fyrrverandi viðskiptaráðherra Björgvini G. Sigurðssyni. Hann fellur undir sömu óréttlátu saksóknina og réttarhöldin eins og ég gat um áðan. Þetta eru pólitísk réttarhöld. Mannréttindi eru brotin. Hann hefur ekki fengið stöðu sakaðs manns. Hann hefur ekki fengið að hafa verjendur og það hefur ekki verið rannsakað, en það er búið að ákæra. Þessi ákæra er að mínu mati alveg út í hött og trúr minni sannfæringu er ég jafnmikið á móti því að ákæra Björgvin G. Sigurðsson og aðra þá ráðherra sem hér hafa verið til umræðu. Ég segi nei.