Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 17:07:34 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:07]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Við þingmenn tökum okkur nú mikið vald í hendur. Ég hef greitt atkvæði í öllum tilvikum, sagt hér fjórum sinnum nei formsins og efnisins vegna en ekki síst vegna þess að ákæruatriðin eru óskýr, það er mér efst í huga.

Nú er komið í ljós að þingheimur virðist vera þeirrar skoðunar að einn maður beri ábyrgð á því sem úrskeiðis fór í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það finnst mér ekki stórmannlegt. Ég segi nei.