Málshöfðun gegn ráðherrum

Þriðjudaginn 28. september 2010, kl. 17:13:14 (0)


138. löggjafarþing — 169. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:13]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Nú virðist blasa við að landsdómur verður kallaður saman og hann mun fá það hlutverk að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi hæstv. forsætisráðherra, væntanlega vegna þess að þeir hv. þingmenn sem greiddu þeirri tillögu atkvæði sitt eru sannfærðir um að það séu meiri líkur en minni á að Geir H. Haarde hafi gerst ber að refsiverðri eða glæpsamlegri háttsemi í embættisfærslum sínum. Um það verður tekist fyrir landsdómi og niðurstaða mun liggja fyrir. Þegar hún liggur fyrir tel ég að þeir hv. þingmenn sem greiddu tillögunni atkvæði sitt þurfi að svara því hvernig þeir ætla sjálfir að axla ábyrgð á gjörðum sínum verði málinu vísað frá dómi eða sá sakborningur sem þangað verður dreginn verður sýknaður. (Gripið fram í.) Ég segi nei.