138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:44]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mig rekur ekki minni til þess að ég hafi talað um þann þátt málsins eða slíkan herkostnað en ég vitnaði hins vegar í Bjarna Benediktsson hv. þm., þáverandi formann utanríkismálanefndar, (Gripið fram í.) sem fór yfir þetta mál.

Ég hef hins vegar margoft rætt áhyggjur mínar af því ef málið fer ekki að leysast og þann mikla kostnað sem það getur haft í för með sér. Þó að ég hafi … (Gripið fram í.) Að sjálfsögðu hefðum við öll viljað þá lausn ef hún hefði verið í boði. (Gripið fram í.) Er nokkuð nýtt í því máli? (Gripið fram í: Það er víst í boði.) Höldum við ekki rétti okkar í þeim efnum með skýrari hætti nú í þessu frumvarpi og með samhengi þess við yfirlýsingu ríkjanna en sá lagalegi fyrirvari hefur nokkurn tíma áður haft? Það er nú veruleikinn.