138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:50]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef heyrt að það sé hreinlega ekki neitt svigrúm til þess að breyta þeim fyrirvörum sem nú eru komnir. Er það rétt? Eigum við bara að segja já og amen? Til hvers erum við að taka þetta inn í nefndir ef það er ekki neitt svigrúm til þess að lagfæra það sem fyrir okkur er borið? Ber ekki hæstv. ríkisstjórn að fylgja lögum Alþingis? (Gripið fram í: Heyr, heyr.)