138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:20]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þá líka gera þá kröfu hérna í þessari umræðu að ekki sé snúið út úr orðum manna. Eitt af því sem kom fram hjá hv. þingmanni í fyrra andsvari var að ég hefði verið að vísa til minnisblaðsins, MOU, með þeim orðum mínum sem vitnað var til. Það er ekki rétt. Við vorum á þessum tíma að ræða um hin sameiginlegu viðmið, þann grundvöll sem skapast hafði fyrir milligöngu Frakka fyrir viðræðum við Breta og Hollendinga þar sem okkur var lofað því að tekið yrði ríkt tillit til þarfar okkar til þess að koma efnahagslífinu aftur í gang og fjármálakerfinu í starfhæft ástand. Auk þess var reyndar fjallað í þessu minnisblaði um áframhaldandi aðkomu Evrópusambandsins eins og þurfa þætti, en ekkert varð af því. (ÓÞ: … ósammála minnisblaðinu?)

Það er eitt sem stjórnarliðar eiga dálítið erfitt með að átta sig á, frá því að hin sameiginlegu viðmið komust á var búið að núllstilla viðræðuferlið. Allt það sem gerðist fram að þeim tíma skipti þá ekki lengur máli vegna þess að það var kominn nýr grundvöllur að viðræðunum. (Forseti hringir.) Minnisblaðið hafði enga þýðingu eftir þann tíma.