138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:30]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Forseti vill vekja athygli á því að ýmsar kvartanir hafa borist frá þeim sem fylgjast með umræðunni í þingsal í dag varðandi það að ekki sé gefið nægilega gott hljóð í salnum þannig að hljóð berist ekki út til þeirra sem fylgjast með umræðunni. Bið ég hv. þingmenn og hæstv. ráðherra að taka tillit til þess í umræðunni sem eftir lifir.