138. löggjafarþing — 13. fundur,  22. okt. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:31]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Hvað finnst ráðherra um orð hv. þm. Péturs H. Blöndals um þá gengisáhættu sem felst í því að festa kröfu innstæðutryggingarsjóðsins á gamla Landsbankann á gengi krónunnar eins og það var 22. apríl sl.? Og gerir hæstv. ráðherrann sér grein fyrir því hversu mikil áhrif gengissveiflur geta haft sem á endanum lenda á íslenska ríkinu? Og gerir hæstv. ráðherra sér grein fyrir því að kröfuhafar Landsbankans, aðrir en innstæðutryggingarsjóðurinn, muni hafa af því gífurlega hagsmuni að gengi krónunnar haldist sem veikast og veikist sem mest?